—G I L D I N   O K K A R

Við viljum geta veitt frábærar vörur á frábæru verði fyrir alla !
Merkin okkar leggja upp á fagmennsku og vandaðar vörur en á sama tíma á góðu verði. Það sem þessi merki eiga einnig sameiginlegt og við hjá A L L O R A deilum þeim gildum með þeim, er að við fögnum allri fegurð og fegurð er ekki föst staðalímynd, hún er ekki innan neins ramma og hún felst svo sannarlega ekki í því að allir séu eins. Fögnum fjölbreytileikanum !

 

Fagmanneska ávallt , í vörum og þjónustu

Samkeppnishæft verð

Fjölbreytileiki á öllum vígstöðum

Eitthvað fyrir alla

Wet’n’Wild

Wet N Wild vörurnar eru allar cruelty free, það er að segja þær eru ekki prufaðar á dýrum og dýr koma hvergi nær við gerð varanna.
Wet ‘N Wild var stofnað í Brooklyn, NY árið 1979 en færðu sig um set til Los Angeles, CA þegar Markwins keypti merkið. Því eru höfuðstöðvarnar í LA í dag.  Wet N Wild stefnir ávalt að því að hafa besta verðið á markaðinum. Þeirra stefna er einnig að hafa  fjölbreyttar vörur svo allir geti fundið eitthvað fyrir sig. Merkið er rankað nr #1 í Ameríku og er stolt af því.

Margar stórstjörnur hafa lofsamað merkið . Stjörnur ´líkt og Jessica Biel, Solange Knowles, Alexis Bledel, Alyson Hannigan, fallega Meryl Streep, Rachel Bilson og listinn heldur áfram. Enda hefur merkið unnið til allskyns verðlauna en þar má nefna:

Beauty Award, American Cheerleader Beauty Award, Good Housekeeping Beauty Award, All You Reader’s Choice Award, Essence Award, O-Ward, Self Healthy Beauty Awards og Temptalia Editor’s Choice Award.

Þá stuðlar merkið að því að geta gert öllum kleift að kaupa fallegar vörur á góðu verði svo allir geta notið góðs af og við hjá ALLORA erum á sama máli og því var Wet N Wild fyrir valinu hjá okkur.

Eitthvað fyrir alla

Cover Girl

Cover Girl er Amerískt merki sem fyrst fór í sölur árið 1961. Það var stofnað af fyrirtæki sem hét Noxzema Chemical Company of Baltimore og á því merkið rætur sínar að rekja til Baltimore USA.

Noxzema Chemical Company of Baltimore var þá best þekkt fyrir Noxzema Skin Cream. Það átti eftir að verða brautryðjandi á markaði en þar sem fyrirtækið fyrrum lagði áherslu á andlistkrem gátu þau sameinað þá eiginleika sem dagkremið gerði fyrir húðina inn í farðann.
Í fyrstu var markhópurinn ungar táningsstelpur en síðan þá hefur fyrirtækið dafnað og þróast og hefur fjöldinn af frægum Hollywood leikurum, módelum og söngvörum gengið til liðs við Cover Girl og verið í herferðum og/eða talsmenn fyrirtækisins, þar er hægt að nefna stórstjörnur eins og Sofia Vergara, Taylor Swift, Ellen Degeneres og nýjasta stjarnan er Katy Perry sem hefur hafið sína línu inna fyrirtækisins ásamt Queen Latifah.